Föstudagskvöld 15.október 2010
Jæja, enn og aftur byrja ég á þessu. Vikan hefur verið alveg ágæt, nema hvað að ég man eiginlega ekkert eftir þriðjudeginum. Málið er að í vinnunni þarf ég að fylla út í lok vikunnar hvurn fjandann ég hef verið að drolla í vikunni. Allir dagar samviskusamlega skráðir í dagbók og Outlook dagatalið, nema þriðjudagurinn. Ég get bara ómögulega munað hvað ég gerði eftir klukkan 10 þann dag. Keyrði samt 300 km þennan dag. Það náði ég þó að nótera.
Til að gera yfirmanninn svona þolanlega sáttan þá sagðist ég hafa unnið heima ;)
Pizza hér í kvöldmat. Heiða stóð sig með prýði og gerði hrikalega góða pizzu á bökunargrjótinu sem við eigum. Svo er búið að drekka vel úr hvítvínsbeljunni í eldhúsinu og ekki laust við að 32 tommu sjónvarpið sé orðið að 64 tommu tæki.
Einhverra hluta vegna er ég alveg voðalega mikið að hugsa um jólin þessa dagana. Hlakka til að fá allt þetta Jóló í hús. Jólin fyrir mig eru dagarnir fram að aðfangadegi, eftir það er svona eiginlega alveg sama fyrir mig, á meðan ég fæ mat.
Annað sem er vert að minnast á í þessari viku er að ég hitti tvífara Rodney Dangerfield.
kveðja í bili,
Arnar Thor
PS: Ef ég á að blogga meira þá endilega leggið komment.
Til að gera yfirmanninn svona þolanlega sáttan þá sagðist ég hafa unnið heima ;)
Pizza hér í kvöldmat. Heiða stóð sig með prýði og gerði hrikalega góða pizzu á bökunargrjótinu sem við eigum. Svo er búið að drekka vel úr hvítvínsbeljunni í eldhúsinu og ekki laust við að 32 tommu sjónvarpið sé orðið að 64 tommu tæki.
Einhverra hluta vegna er ég alveg voðalega mikið að hugsa um jólin þessa dagana. Hlakka til að fá allt þetta Jóló í hús. Jólin fyrir mig eru dagarnir fram að aðfangadegi, eftir það er svona eiginlega alveg sama fyrir mig, á meðan ég fæ mat.
Annað sem er vert að minnast á í þessari viku er að ég hitti tvífara Rodney Dangerfield.
kveðja í bili,
Arnar Thor
PS: Ef ég á að blogga meira þá endilega leggið komment.
Ummæli
Hlakka líka til jólanna, verða voðalega ný hjá okkur :)
Kveðja frá Aey þar sem allt er í blóma.
guðrún
Bestu kveðjur frá okkur
Munda og co